Pétur Jónsson er tónlistarmaður og hljóðhönnuður og hefur starfað í framleiðslu um árabil. Hann var valinn sem samstarfslistamaður ársins árið 2018 hjá Samsung og gerði hringitón í alla Samsung Galaxy síma það árið. Pétur hefur í gegnum árin verið með ýmsar dellur tengdri nýrri tækni og hvernig er hægt að beita henni í daglegu lífi.

Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að setja saman tónlist og þær breytingar sem hafa átt sér stað í því ferli með nýrri tækn, breyttu landslagi í útgáfu á stafrænu efni ásamt því hvernig greiðslumiðlun er að breytast með tilkomu rafmynta og bálkakeðjulausna eins og XRP.

En að tilkynningum.

Það er skemmtilegur áfangi að gefa út tíunda þáttinn í þessari hlaðvarpseríu og móttökurnar hafa verið frábærar. Nú eru komnar yfir 2500 hlustanir og mig langar að biðja þig um að deila þessu og gefa hlaðvarpinu einkunn á streymisveitunni sem þú ert að hlusta á til að þættirnir nái til sem flestra. Jafnframt langar mig að benda á að allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið kristjan@ibf.is.

Í dag, þriðjudaginn 24. september fer fram þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Næstur stígur hann Gunnlaugur Jónsson til leiks, en hann er framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og fara fram í Háskóla Íslands kl 15:00 í sal 157 í byggingu VR-II. Fyrirlestrarnir verða svo haldnir alla þriðjudaga á sama tíma til 26. nóvemer.

En nóg um það, vindum okkur í samtalið.

Share | Download
Podbean App

Play this podcast on Podbean App