Episodes

Hlynur Þór Björnsson er stjórnarformaður Rafmyntaráðs Íslands og er einnig einn af stofnendum rafmyntamarkaðarins isx.is. Hlynur hefur komið víða við í fjármálakerfinu en hann var áður yfirmaður áhættustýringar hjá Valitor, yfirmaður áhættustýringar hjá lífeyrissjóðnum Gildi, í áhættustýringu hjá Arion Banka og var einnig í fjárstýringu Landsbankans.

Í þessu samtali ræddum við um bálkakeðjur og hvernig hægt er að skrásetja og fylgja matvælum með hjálp þeirra en þessi tækni er að valda byltingu í gegnsæi og upprunarakningu matvæla. Hlynur vann meistaraverkefni í Iðnaðarverkfræði sem snéri að flutningastýringu lausfrystra sjávarafurða og er núna að skoða tækifæri til að nýta bálkakeðjur í landbúnaði og sjávarútveginum á Íslandi.

Áður en við byrjum samtalið langaði mig að lauma inn tveimur tilkynningum.

Mig langaði að hvetja þig til að skrá þig á fréttabréf Rafmyntaráðs á vefsíðunni ibf.is. Við sendum reglulega út póst með öllu sem er að gerast í rafmynta- og bálkakeðjugeiranum ásamt komandi viðburðum.

Í september mun Háskóli Íslands ásamt Rafmyntaráði vera með fyrirlestraröð um rafmyntir og bálkakeðjur. Stefnt er að því að halda fyrlestur alla þriðjudaga kl 3, en við munum senda nákvæmari tímasetningar frá okkur í fréttabréfinu.

Mig langar einnig að hvetja þig til að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið ibf@ibf.is.

En nóg um það, vindum okkur í samtalið.

Sveinn Valfells er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum rafeyrisfyrirtækisins Monerium. Hann sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2011 og hefur síðan þá farið i fjölmörg viðtöl og haldið fyrirlestra um Bitcoin og bálkakeðjur. Utan við heim bálkakeðja hefur Sveinn verið ráðgjafi, unnið fyrir og stofnað fyrirtæki á sviði líftækni, lífupplýsingafræði, fjármálaþjónustu, símafyrirtækja, hugbúnaðar fyrir snjallsíma og í framtaksfjárfestingum. Sveinn lauk B.S. gráðu í nytjaeðlisfræði frá Columbia, M.S. í efnahagskerfum (e. economic systems) frá Stanford og einnig Ph.D. í eðlisfræði frá háskólanum í Boston.

Í þessu samtali ræddum við um dreifðar fjármálalausnir (e. DeFi) sem hafa verið að ryðja sér til rúms, raunverulegar breytingar sem eru að eiga sér stað í fjármálakerfinu, útgáfu lögeyris á bálkakeðjum í formi rafeyris og hvernig sú útgáfa er gjörólíkt Libra. Samtalið var mjög fræðandi og er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Magnús Viðar Skúlason starfar í vörustýringu á upplýsingatæknisviði Arion banka. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fjarskiptafyrirtækinu IMC Ísland og í ellefu ár hjá Hátækni sem sérfræðingur í Nokia-lausnum.

Í þessu samtali ræddum við um gífurlega vöxt og aðlögunarhæfni sem Nokia hefur haft frá stofnun árið 1865 og þá miklu samkeppni sem hefur verið á snjallsímamarkaði undanfarið. Við komum einnig inn á þróunar- og uppbyggingarsögu farsímans á Íslandi.

Gunnlaugur Jónsson er framkvæmdastjóri Fjártækniklasans sem er samfélag yfir 80 fyrirtækja um framfarir í fjártækni.

Í þessu samtali ræddum við um hraða þróun í fjártækni, lægri þröskuld fjártæknifyrirtækja í krafti aðgengilegra regluverks, sköpunarandann eftir bankahrunið og hvernig þjónustuliðir bankanna eru að brotna upp í ýmis fjártæknifyrirtæki.

Jenný Ruth Hrafnsdóttir er meðeigandi hjá Crowberry Capital sem er vaxtafjárfestingasjóður sem hefur fjárfest í nýsköpun og fjártækni.

Í þessu samtali ræddum við um fjárfestingar í nýjum iðnaði og tækifæri sem þar leynast ásamt mikilvægi þess að byggja gott nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að auknum tækifærum fyrir alla. Í lok þáttarins komum við inn á stöðuna í nýsköpun tengt bálkakeðjum og rafmyntum og hversu ómótað landslagið er í raun.

Þátturinn var tekinn upp 29 mars 2019.

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir er hagfræðingur og starfar sem forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka, en sat einnig í starfshóp sem vann að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Í þessu samtali (sem tekið var upp í mars 2019) ræddum við um hvítbókina og eignarhald ríkisins á bönkunum, regluverk og aukna skilvirkni með hjálp tækni, ásamt framtíðarsýn á fjármálageiranum.

Gísli Kristjánsson er meðstofnandi fyrirtækisins Monerium sem ætlar að gefa út þjóðargjaldmiðla á bálkakeðjum. Í þessu samtali ræddum við um Bitcoin og áhrifin sem það hafði þegar það kom fram, ásamt því að spá fyrir hvernig Bitcoin þróast á næstu árum.

« Newer Episodes -