Episodes

Þessi þáttur er tileinkaður Bitcoin og þeirri helmingun sem nú er að eiga sér stað, mánudaginn 11. maí 2020. Við förum yfir þýðingu þessa stóra atburðar og horfur innan Bitcoin hagkerfisins. Seinna í þættinum fáum við til okkar hann Patrek Maron Magnússon sem er framkvæmdastjóri Myntkaup.is, sem er skiptimarkaður með rafmyntir sem opnaði í dag eftir skráningu hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Hvers vegna opnar maður nýjan markað fyrir rafmyntir? Af hverju sækir unga kynslóðin í Bitcoin?

Agnar Tómas Möller er forstöðumaður skuldabréfa og markaða hjá Júpíter. Hann er einnig annar stofnenda Gamma og starfaði þar sem sjóðstjóri og framkvæmdastjóri sjóða frá árinu 2009. Hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði frá árinu 2001 er hann starfaði í greiningardeild Búnaðarbanka Íslands. Á árunum 2004–2006 starfaði hann í áhættustýringu Kaupþings og frá árinu 2006 til byrjun árs 2008 í skuldabréfamiðlun Kaupþings. Agnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Í þessu samtali ræddum við um stöðu markaða, vaxtaþróun í heiminum, inngrip seðlabanka, aukin ríkisútgjöld, hraða niðursveiflunnar og að sjálfsögðu íslensku krónuna.

Sigríður Mogensen er hagfræðingur og starfar hjá Samtökum iðnaðarins sem sviðsstjóri Hugverkasviðs. Einnig er hún er með meistaragráðu frá London School of Economics. Áður starfaði Sigríður í orðsporðsáhættudeild hjá Deutche Bank í London ásamt því að hafa verið blaðamaður.

Í þættinum ræddi Sigríður um hvernig við Íslendingar getum snúið bökum saman og blásið til sóknar. Sérstaklega er farið í saumana á hugverkum og þeim iðaði sem byggir á mannviti, en Sigríður telur það vera augljósan kost sem ein af grunnstoðum Íslands þegar rykið sest eftir faraldurinn. Rætt var um mikilvægi þess að skapa rétta hvata í samfélagnu til þess að verja góð störf í landinu.

Þátturinn var tekinn upp 27 mars 2020.

Frosti Sigurjónsson er rekstrarhagfræðingur, ráðgjafi, fyrrverandi þingmaður, frumkvöðull, forstjóri, í bankaráði seðlabankans og svo mætti lengi telja.

Í þættinum ræddi Frosti um aðgerðir sem aðrar þjóðir hafa verið að beita til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Frosti hefur verið gagnrýninn á viðbrögð og finnst að ganga megi harðar fram. Einnig ræðir Frosti um efnahagsleg áhrif, og hvernig væri hægt að koma samfélaginu í rétt far með skipulögðum hætti á skömmum tíma.

Þátturinn var tekinn upp 25 mars.

Georg Lúðvíksson er forstjóri og meðstofnandi Meniga sem við ættum nú öll að þekkja eftir fyrri þátt. Meniga varð til upp úr síðustu fjármálakrísu, en þau þróa í dag sjálfvirkt heimilisbókhald sem eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins. Georg er mikill hugsuður og kemur oft með sterkt innlegg inn í almenna umræðu og því var mikill fengur að fá hann í þáttinn.

Í þættinum ræddum við um mikilvægi þess að hafa auðmýkt fyrir óvissunni, spálíkanagerð, tækifæri leiðtoga til að segja satt og rétt frá og nauðsyn þess að horfa fram á vegin en þó í gegnum gleraugu raunsæisins.

Komið þið sæl og verið velkomin í Hlaðvarp Rafmyntaráðs. This episode was recorded in English, and therefore we are running the intro in that language as well.

I was fortunate to get Chris McClure on the episode and discuss the Covid-19 virus that is currently spreading around the world. Chris McClure, MPH, PhD received his Masters of Public Health from the Yale School of Public Health and PhD in public health from the University of Iceland. McClure worked at the Connecticut’s Department of Public Health on seasonal influenza, H1N1, and pneumonia containment and reporting, as well as the Florida Bureau of Epidemiology.

In this episode, we discuss how infectious this virus is, the trajectory we are on for the next few weeks, and how you can prepare both mentally and physically. Chris also mentions possible improvements to the local response based on research. This episode is excellent in listening to a deep dive that is laser-focused on the current situation in Iceland.

This episode is the first one that is recorded in English and also the first one we recorded over remote audio conferencing. I hope you like this episode.

Velkomin í þennan fordæmalausa hlaðvarpsþátt á þessum skrítnum tímum. Þáttur dagsins verður með breyttu sniði, þar sem ég er að hita upp fyrir seríu um Covid-19 veiruna og ýmsa anga hennar. Í þessum fyrsta þætti mun ég opna almennt á umræðuefnið og fara í helstu ábendingar og spurningar sem mér hafa borist í kjölfar faraldursins. Það er mikilvægt að taka það fram að ég er ekki sérfræðingur í veirufræðum, en ég mun gera mitt allra besta til stikla á stóru í þessum málum ásamt því að snerta lauslega á umræðuefni sérfræðinganna sem koma í næstu þáttum

Næstu þættir munu birtast með eins til tveggja daga millibili, þar sem þekking er að úreldast jafn harðan. Það er því mikilvægt að koma upplýsingum fljótt áleiðis eins og kostur er. Við munum fyrst fara yfir læknisfræðilega hegðun og áhrif veirunnar. Síðan förum við í samfélagslegar breytingar og viðbrögð stjórnvalda. Næst förum við yfir áhrifin á hagkerfið.

Málefni þáttarinns er út um víðan völl en einungis um þau áhrif sem veiran er að hafa. Við byrjum á því að setja núverandi aðstæður í sögulegt samhengi. Því næst fjöllum við lauslega um hagkerfið og þá sprengju sem óværan er að varpa inn í markaði og að lokum tala ég um Bitcoin og þá miklu siglingu sem það mun taka í kjölfar breyttrar heimsmyndar.

Ég vona að þessi sería komi sér vel fyrir þig kæri hlustandi. En nóg um það, vindum okkur í þáttinn.

Jón Heiðar Þorsteinson er vörustjóri hjá Meniga ásamt því að sinna vörumarkaðssetningu. Í gegnum árin hefur Jón Heiðar snert á allskonar tækni sem var á þeim tíma algjör nýjung á markaði. Hann hefur starfað meðal annars hjá almannatengslafyrirtækjum, í rafrænni þjónustu hjá banka og markaðsstjóri leikjafyrirtækis og ferðaþjónustufyrirtækis.

Í þessu samtali ræddum við um heimilisbókhald og mikilvægi þess að hafa skýra yfirsýn yfir bæði útgjöld og innkomu, nýjar lausnir á fjártæknimarkaðnum, auðgun færslna, sóknarfæri Meniga og að lokum stöðu bankanna í gjörbreyttu neytendalandslagi.

Gummi Hafsteinsson er svo sannarlega raðfrumkvöðull. Hann er með rafmagns- og tölvuverkfræðipróf frá Háskóla Íslands, ásamt MBA gráðu frá MIT. Síðast starfaði Gummi sem hátt settur vörustjóri hjá Google og sá um Google Assistant lausnina. Á vegferðinni sinni hefur hann starfað með því fólki sem hefur breytt heiminum okkar hvað mest gegnum tækni. Hann stýrði Google Maps fyrir snjallsíma, stofnaði spjallgreinandan Emu sem var selt til Google, var yfir vöruþróun hjá Siri sem var selt til Apple og núna er hann með hausinn í nýsköpunarstefnu Íslands fyrir 2030 ásamt næstu frumkvöðlavegferð.

Í þessu samtali snertum við á ýmsum málum sem flestir hugsa eflaust ekki um dag frá degi. Það má segja að við höfum rætt stóru myndina eins og hún blasir við Gumma og hvað Íslendingar þurfa að gera til að nýta þau tækifæri sem bjóðast okkur. Við ræddum einnig um hvernig það er að vinna hjá erlendum stórfyrirtækjum, hraða þróun tauganeta og ímynd Íslands í hinum stóra heimi.

Heiðar Guðjónsson er fjárfestir og hagfræðingur en hann starfar nú sem forstjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone á Íslandi. Heiðar hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi og þá sérstaklega í gegnum fjárfestingafélagið sitt Úrsus ehf.

Í þessu samtali ræddum við um fjárfestingatækifæri í innviðum, þróun norðurslóða, orkumál, langtíma markmiðasetningu og skilvirkni hagkerfisins.

- Older Episodes »

Podbean App

Play this podcast on Podbean App